Sigg í lófa

Stundum gerist það að maður kemst í að vinna heilbrigða útivinnu. Um helgina vorum við í Bydalen þar sem foreldrar Jóhönnu eiga bústað. Og ég komst í að slá með orfi og ljá. Þetta er árlegur viðburður, að lóðin í kring um bústaðinn sé slegin, og núna var loksins komið að því! Ekki nóg með það, heldur fékk ég líka að bera möl í stuttan stíg að húsinu, haldiði að það sé munur frá því að sitja fyrir framan tölvuna alla daga að komast í svona lagað? Nú sit ég hér, ánægður með sjálfan mig, með sigg í lófa og harðsperrur út um allt. Frábært!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband