Í nótt kom storkurinn!

...og hafði með sér stærðar strák. Klukkan 00:59 í nótt (þann 5. maí) fæddist 51 cm langur og tæplega 16 merkna (3890 grömm) drengur á sjúkrahúsinu í Östersund. Móður og barni heilsast vel. Við vorum innrituð klukkan þrjú í gær og þá voru 5 mínútur milli hríða og það millibil hélst fram á kvöld án þess að vatnið hefði farið, en klukkan hálf tíu í gærkvöldi var svo stungið á himnunni og vantið látið fara. Eftir það hertust hríðirnar til muna og pjakkurinn kom í heiminn í standandi fæðingu rétt fyrir klukkan eitt í nótt.

Lallo var heima með stelpunum í nótt og færði þeim fréttirnar í morgun áður en hann fór með þær í leikskólann, en sjálfur gisti ég á spítalanum í nótt. Seinnipartinn í dag fór ég svo með tvær yfir sig spenntar stelpur í heimsókn til litla bróður.

20080505(011)

Hverjum er svo spekingurinn líkur?

20080505(008)20080505(005)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband