...og hafði með sér stærðar strák. Klukkan 00:59 í nótt (þann 5. maí) fæddist 51 cm langur og tæplega 16 merkna (3890 grömm) drengur á sjúkrahúsinu í Östersund. Móður og barni heilsast vel. Við vorum innrituð klukkan þrjú í gær og þá voru 5 mínútur milli hríða og það millibil hélst fram á kvöld án þess að vatnið hefði farið, en klukkan hálf tíu í gærkvöldi var svo stungið á himnunni og vantið látið fara. Eftir það hertust hríðirnar til muna og pjakkurinn kom í heiminn í standandi fæðingu rétt fyrir klukkan eitt í nótt.
Lallo var heima með stelpunum í nótt og færði þeim fréttirnar í morgun áður en hann fór með þær í leikskólann, en sjálfur gisti ég á spítalanum í nótt. Seinnipartinn í dag fór ég svo með tvær yfir sig spenntar stelpur í heimsókn til litla bróður.
Hverjum er svo spekingurinn líkur?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 5.5.2008 | 17:55 (breytt kl. 17:57) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.