Gestagangur

Núna þega litli pjakkur er kominn heim fær hann heimsóknir í stríðum straum. Í gær kom Sundsvallsfjölskyldan, Jónas, Úlrika, ylva og Ida til okkar. Við ákváðum að við skyldum fara með þeim ásamt Lallo á Moosefarm, í elgskoðunarferð, áður en við færum heim til Jóhönnu og stráksa í kaffi. Við fengum að klappa elgjunum sem við fundum, það var mjög spennandi!

20080510(003)20080510

Þegar við komum heim lögðum við á borð úti á verönd og drukkum kaffi í góða veðrinu. Aðalmaðurinn svaf nú mestallan tíman en vaknaði þegar við vorum langt komin með kaffið og þá vildi hann fá að vera með.

20080510(004)20080510(008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Bara að skoða - gaman að sjá litla frænda. Hann er mjög blandaður.

Kær kveðja frá öllum í Smáratúni

Dísa (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:47

2 identicon

Hæ aftur! Mér finnst hann svolítið líkur Klöru - getur það ekki passað?

Anna (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband