Sund, svall og klókindi

Um helgina var svo heitt hjá okkur að við urðum að fara í sund til að kæla okkur aðeins. Við fórum til Lillsjön með nesti og tilheyrandi og busluðum svolítið saman. Stelpurnar grófu hvora aðra niður í sandinn, fundu froska og hoppuðu af bryggjunni í vatnið. Siggi fékk nú ekkert að fara ofan í vatnið en hann fékk í staðinn að liggja á teppinu okkar og viðra á sér pésann. Hann tók nú út sína hefnd fyrir að fá ekki að fara ofaní og notaði tækifærið og meig yfir fötin hennar Jóhönnu. Þegar því var lokið glotti skaðmígur og var ánægður með sig!

20080704(001)20080704(002)20080704(003)

Það verður svo eitthvað aðeins að fara að spá í hvað á að gera um verslunarmannahelgina, verður það gamla þreytta þjóðhátíðin í eyjum eða á fólk að þora að gera eitthvað nýtt í ár? Eins og til dæmis að drífa sig yfir atlantsála til Östersund og vera með á Storsjöyran? Ég er aðeins búinn að reyna að kynda undir Önnu systir og vekja athygli hennar á að gamla átrúnaðargoðið Blondie kemur til með að troða upp, en það hefur nú mér vitanlega ekki borið árangur ennþá. Svo kemur Kris Kristoffersson líka, hann sem átti þennan merkilega stúlla sem Dúddi fékk fyrir að taka fram úr gærunum í myndinni "með allt á hreinu" (það var ekki Krissi á Klapparstígnum). Skoðið http://www.yran.se/ til að sjá hvaða fleiri hljómsveitir spila.

Jah! Það eru náttúrulega bara klókindi að leigja út íbúð aftur í tímann! Þetta tókst mér að gera í gær þegar ég leigði út lausa íbúð í blokkinni minni frá 1. júlí, og leigjandinn ætlar að láta hana standa tóma þangað til um miðjan ágúst. Þetta þýðir minniháttar slit á íbúð og meiriháttar leigutekjur fyrir mig. 1-0 fyrir Eggert! Tounge

Síðasta vika sumarleyfisins er runnin upp, tími kominn til að setja sig í stellingar fyrir mánudaginn 14. júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband