Siggi ekur vagni og fleiri myndir

Nú er víst kominn tími til að setja nokkrar myndir og vídeó hérna inn.

DSC03092

Við vorum að spá í að senda þau til ykkar...

DSC03147

Kallarnir... myndin er tekin í fjallabústaðnum

DSC03150

Elsa og Soffia vinkona hennar í skíðagöngu í leikskólanum...

DSC03079

Siggi bjargar sér þegar hann er svangur...

DSC03131

Klara er komin með göt í eyrun...

Siggi er kominn í æfingabúðir og verður kominn í þrumuform innan skamms!


Á Íslandi yfir jól og nýár

Jæja þá, nú styttist í að við komum til landsins. Við leggjum í hann að morgni 16. desember og verðum fram til 7. janúar. Fyrsta, eða kanski fyrstu dagana reiknum við með að dvelja í höfuðborginni og ljúka jólagjafainnkaupunum áður en við rennum austur í Smáratún.

Stelpurnar eru allar á nálum yfir ferðinni og jólunum auðvitað líka, en það sem stendur uppúr er að fá að hitta afa, ömmu, tíkina Týru og litlu bílskúrskisulóruna hana Freyju, sem reyndar kom í ljós að var fress eftir nánari rannsókn...


Vetur!

Nú er snjórinn kominn til að vera, og sumum líkar það bara vel.

DSC00037DSC00038


Langt síðan síðast...

Nú er orðið langt síðan maður hefur gefið sér tíma til að setja inn myndir hérna, en hérna koma loksins nokkrar.

Við tókum fram stól handa Sigga núna fyrir skemmstu og ætluðum að láta hann byrja að sitja til borðs eins og fólk flest gerir. Ekki tókst nú betur til en svo að sá sem þetta ritar missti stólinn ofan úr efstu hillunni í geymslunni og braut stólinn góða, en eftir langa mæðu, blóð, svita, tár og helling af lími tókst að koma stólnum saman á ný og litla manninum að borðinu í eigin stól.

Eins og áður hefur komið fram er Siggi gráðugur með eindæmum og eins og sjá má leggur hann bæði mat og borðbúnað sér til munns! Þessar myndir voru teknar þegar hann prófaði stólinn í fyrsta skipti og auðvitað voru systur hans yfir sig spenntar líka.

DSC00009DSC00010DSC00012DSC00013

...og svo nokkrar bónusmyndir...

DSC00004DSC00005DSC00007

 


Myndir úr skírninni hans Sigga

Þann 7. september var Siggi skírður að viðstöddum ættingjum bæði frá Svíþjóð og Íslandi. Afarnir og ömmurnar frá báðum löndunum voru mætt, Jonas bróðir Jóhönnu ásamt sinni fjölskyldu og Stebbi bróðir og fjölskylda. Íslendingarnir voru hjá okkur yfir helgina. Við náðum því miður ekki að sýna þeim nærri nógu mikið af umhverfinu hérna sökum þess hversu stutt heimsóknin var, en við náðum þó að fara saman á Jamtli, "Árbæjarsafn" okkar hér í Östersund.

Smellið hér til að sjá myndirnar, eða á albúmið "Skírnin og fleira" hér til hægri.


Siggi borðar kartöflu

Í dag fékk Siggi að borða fasta fæðu í fyrsta skifti. Hann kom okkur á óvart og var mjög gráðugur, hreinlega öskraði eftir meiri mat, ólíkt stelpunum sem hálfkúguðust á fyrstu bitunum sínum. Við erum að halda að hann hafi erft matarlist nafna síns...


Jarðarber og zebrahestar

Það hefur verið mjög hlýtt og sólríkt veður hjá okkur undanfarna daga og verður víst eitthvað áfram. Við höfum gripið tækifærið og gert ýmislegt sem gaman er að gera á svona dögum, eins og til dæmis að tína jarðarber. Við Elsa fórum í gær í "sjálfsafgreiðslu", við fengum að tína eins og við vildum í stórum jarðarberjagarði hérna í nágrenninu. Við náðum í næstum heila 10 lítra fötu (plús tvo maga) af berjum.

20080726(001)

Í dag fórum við í dýragarðinn og kíktum á hvernig ástandið var þar í hitanum. Þar voru 32°c í skugganum (!) svo allflest dýrin steinlágu í skugganum og voru ekkert mikið að sýna sig. Nokkur voru samt á vappi og svo var ýmislegt annað hægt að gera eins og að fara í tívolí, taka lest um svæðið og svo hápunkturinn, ís!

20080727

DSC02249DSC02250

DSC02253

DSC02238

DSC02240DSC02241DSC02239


Skírn

Nú erum við komin með dagsetningu. Siggi verður skírður þann 7. september. Allir velkomnir!

Sagan af sósunni dýru

Eins og báðum lesendum þessa bloggs (að mér meðtöldum) er kunnugt var ég staddur á Íslandi fyrir réttum mánuði síðan. Á leiðinni út aftur gerðist nokkuð sem hefur valdið mér miklu hugarangri og hefur tekið mig allan þennan tíma að reyna að skilja og komast yfir.

Í flugstöðinni í Keflavík festi ég kaup á grænmetissósu frá E. Finnssyni eins og oft hefur gerst áður og sem ekki er í frásögur færandi. Mér finnst þessi sósa mjög góð og var kátur yfir að á síðustu stundu hafa munað eftir því að kippa henni með mér. Ég kom flöskunni fyrir í handfarangrinum og dreif mig svo upp í vél. Allt í gúddí!

Flugið gekk ljómandi vel, enda ekki við öðru að búast og þegar ég lendi á Arlanda næ ég í ferðatöskuna mína á bandið og tékka hana inn í næsta flug til Östersund.

Þegar ég svo fer í gegn um öryggishliðið og gegnumlýsinguna á handfarangrinum byrjar vesenið. Blessaður öryggisvörðurinn, sem að sjálfsögðu sinnir starfi sínu vel og af kostgæfni, sér grunsamlega flösku í handfarangrinum. Þar liggur ennþá grænmetissósan góða frá E. Finnssyni, sem ég hef gleymt að leggja í ferðatöskuna áður en ég tékkaði hana inn. Maðurinn gerir sig líklegan til að gera sósuflöskuna upptæka, sem jú inniheldur meira en 100 ml af einhverju gummsi sem að hans mati virðist torkennilegt. Mér finnst þessi sósa mjög góð og vil ógjarnan sóa henni í vitleysu, en engu að síður býð ég þessum góða manni að smakka til að hann geti skorið úr um það hvort að hér sé virkilega á ferðinni eitthvað sem hægt sé að nota til hryðjuverka. Maðurinn tekur hárrétta ákvörðun og þverneitar þessu góða boði, enda hefði grænmetissósan frá E. Finnssyni hæglega getað orðið honum að aldurtila. Ég sting þess vegna upp á því við mannfjandann að ég smakki sjálfur á sósunni, sem mér finnst eins og áður segir mjög góð, svo að hann geti varpað öndinni léttar og afskrifað allar hugmyndir um að hægt sé að fremja fjöldamorð með henni. Hann vísar öllum tillögum um sósusmökkun frá og tjáir mér að ég verði að snúa við og tékka inn handfarangurinn minn og sósuna góðu ef ég ætla að taka hana með mér alla leið. Það varð endirinn á málinu, ég snauta tilbaka með handfarangurinn og tékka hann inn fyrir þúsundkall. Þegar hér er komið sögu finnst mér þessi sósuflaska orðin nokkuð dýr, en samt finnst mér það þess virði að gera þetta samt því ég nú var ég búinn að hafa töluvert fyrir þessu öllu saman og mér finnst sósan eins og áður segir mjög góð.

Grænmetissósunni frá E. Finnssyni kom ég alla leið heim, en það er ekki laust við að maður sé efins um hversu árangursríkar allar þessar nýju reglur um hvað má hafa með sér í flugvélarnar eru. Ef maður til dæmis ferðast með fartölvu láta öryggisverðirnir sér nægja að opna hana og loka henni svo aftur. Hvað sér maður þá sem gerir það að verkum að hægt er að úrskurða um að engum stafi hætta af gripnum? Og svo spurningin: "Pakkaðir þú niður í töskurnar þínar sjálfur?". Er til eitthvað annað svar en að maður hafi gert það sjálfur? "Nei, vingjarnlegur maður með dökkt langt skegg og túrban gerði það fyrir mig rétt áðan". Til hvers að gera skæri, naglaklippur og þjalir upptækar þegar hægt er að kaupa slíkan varning í verslunum brottfararsala á flestum flugvöllum? Getur maður annars rænt flugvél með naglaklippur einar að vopni? Maður ryðst ekki beinlínis inn í flugstjóraklefann og öskrar: "Fljúgið vélinni til Teheran, annars klippi ég neglurnar á ykkur aðeins of mikið þannig að ykkur svíður í þær í kvöld!!". Fáránlegt!

Það liggur við að maður vilji hvetja til almennrar óhlýðni þegar kemur að þessum málum. Af hverju ekki að taka með sér í handfarangrinum helling af drasli sem maður annars er í vandræðum með að losa sig við og láta gera það upptækt. Það þurfa ekki að vera merkilegir hlutir. Ef maður hefur verið að breyta til heima, t.d. í baðherberginu eða eldhúsinu, getur maður haft með sér gömlu blöndunartækin. Það getur enginn sett mann inn eða sektað fyrir að fyrir einskæra tilviljun hafa haft það með sér í handfarangrinum. Stórtækir geta jafnvel haft með sér gamla vaskinn! "Skrítið, ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta komst í töskuna hjá mér". Yfirfyllum geymslur öryggisgæslunnar á flugvöllum hvar sem við komum!

Gerið mig stoltann, gott fólk!


Stelpurnar fengu frí frá þeim gömlu...

...og skruppu upp í bústað till ömmu sinnar og afa og létu dekra svolítið við sig. Frænkur þeirra Ylva og Ida frá Sundsvall voru þar líka. Þær fóru meðal annars saman á hestbak, lifðu á ís og nammi í nokkra daga og ræstu gestgjafana eldsnemma á morgnana.

20080709(001)20080709(004)20080709(006)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband