Sund, svall og klókindi

Um helgina var svo heitt hjá okkur að við urðum að fara í sund til að kæla okkur aðeins. Við fórum til Lillsjön með nesti og tilheyrandi og busluðum svolítið saman. Stelpurnar grófu hvora aðra niður í sandinn, fundu froska og hoppuðu af bryggjunni í vatnið. Siggi fékk nú ekkert að fara ofan í vatnið en hann fékk í staðinn að liggja á teppinu okkar og viðra á sér pésann. Hann tók nú út sína hefnd fyrir að fá ekki að fara ofaní og notaði tækifærið og meig yfir fötin hennar Jóhönnu. Þegar því var lokið glotti skaðmígur og var ánægður með sig!

20080704(001)20080704(002)20080704(003)

Það verður svo eitthvað aðeins að fara að spá í hvað á að gera um verslunarmannahelgina, verður það gamla þreytta þjóðhátíðin í eyjum eða á fólk að þora að gera eitthvað nýtt í ár? Eins og til dæmis að drífa sig yfir atlantsála til Östersund og vera með á Storsjöyran? Ég er aðeins búinn að reyna að kynda undir Önnu systir og vekja athygli hennar á að gamla átrúnaðargoðið Blondie kemur til með að troða upp, en það hefur nú mér vitanlega ekki borið árangur ennþá. Svo kemur Kris Kristoffersson líka, hann sem átti þennan merkilega stúlla sem Dúddi fékk fyrir að taka fram úr gærunum í myndinni "með allt á hreinu" (það var ekki Krissi á Klapparstígnum). Skoðið http://www.yran.se/ til að sjá hvaða fleiri hljómsveitir spila.

Jah! Það eru náttúrulega bara klókindi að leigja út íbúð aftur í tímann! Þetta tókst mér að gera í gær þegar ég leigði út lausa íbúð í blokkinni minni frá 1. júlí, og leigjandinn ætlar að láta hana standa tóma þangað til um miðjan ágúst. Þetta þýðir minniháttar slit á íbúð og meiriháttar leigutekjur fyrir mig. 1-0 fyrir Eggert! Tounge

Síðasta vika sumarleyfisins er runnin upp, tími kominn til að setja sig í stellingar fyrir mánudaginn 14. júlí.


Verður kátur kall og mjög stór!

Þessi brosmildi karl vex og dafnar svo um munar. Hann var mældur og vigtaður þegar hann var sjö vikna gamall og mældist þá 9 cm lengri en þegar hann fæddist. Ef fram heldur sem horfir verður hann svona á bilinu 6-7 metrar á lengd um fermingu. WE´LL ALL BE RICH! W00t

20080702(001)


Passið ykkur á farsímunum...

LoL


Kallarnir úti á verönd

Það var blíðskaparveður í dag svo það var tilvalið að setjast út á verönd í kaffinu. Þeir tylltu sér aðeins saman þessir tveir alvarlegu menn.

20080627(008)

Annar var aðeins kátari en hinn...

20080627(007)


Síðasti dagurinn í fótboltaskólanum hjá Klöru

Hún er búin að standa sig vel stelpan, læra fullt af trixum og skora mörk. Hér stendur hún með viðurkenningarskjalið heldur en ekki ánægð.

20080627(002)


Myndataka

Öll fjölskyldan fór í myndatöku um daginn.Það tókst ágætlega, enginn gretti sig og allir voru með opin augun...

00000103973


Siggi og Elsa

Nú erum við búin að ákveða hvað drengurinn á að heita. Hann á að heita Sigurður Olow Eggertsson Öhrnell.

20080524(001)

 


Gestagangur

Núna þega litli pjakkur er kominn heim fær hann heimsóknir í stríðum straum. Í gær kom Sundsvallsfjölskyldan, Jónas, Úlrika, ylva og Ida til okkar. Við ákváðum að við skyldum fara með þeim ásamt Lallo á Moosefarm, í elgskoðunarferð, áður en við færum heim til Jóhönnu og stráksa í kaffi. Við fengum að klappa elgjunum sem við fundum, það var mjög spennandi!

20080510(003)20080510

Þegar við komum heim lögðum við á borð úti á verönd og drukkum kaffi í góða veðrinu. Aðalmaðurinn svaf nú mestallan tíman en vaknaði þegar við vorum langt komin með kaffið og þá vildi hann fá að vera með.

20080510(004)20080510(008)


Nú er maður kominn heim

Seinnipartinn á miðvikudaginn var, þann 7. maí, kom litli pjakkurinn heim við mikinn fögnuð systra sinna. Allt hefur gengið vel og hann sefur og borðar eins og hann á að gera og er farinn að þyngjast aftur.

20080509


Í dag fórum við aftur að heimsækja litla bróður og mömmu

Og í dag var litli bróðir vakandi meðan við vorum hjá honum!

20080506(003)20080506(005)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband