...og hafði með sér stærðar strák. Klukkan 00:59 í nótt (þann 5. maí) fæddist 51 cm langur og tæplega 16 merkna (3890 grömm) drengur á sjúkrahúsinu í Östersund. Móður og barni heilsast vel. Við vorum innrituð klukkan þrjú í gær og þá voru 5 mínútur milli hríða og það millibil hélst fram á kvöld án þess að vatnið hefði farið, en klukkan hálf tíu í gærkvöldi var svo stungið á himnunni og vantið látið fara. Eftir það hertust hríðirnar til muna og pjakkurinn kom í heiminn í standandi fæðingu rétt fyrir klukkan eitt í nótt.
Lallo var heima með stelpunum í nótt og færði þeim fréttirnar í morgun áður en hann fór með þær í leikskólann, en sjálfur gisti ég á spítalanum í nótt. Seinnipartinn í dag fór ég svo með tvær yfir sig spenntar stelpur í heimsókn til litla bróður.
Hverjum er svo spekingurinn líkur?
Vinir og fjölskylda | 5.5.2008 | 17:55 (breytt kl. 17:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 22.4.2008 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og sjá má hefur nokkur tími liðið frá því að ég skrifaði eitthvað í bloggið hjá mér, en nú ætla ég að bæta mig. Ég hef tekið heimasíðuna okkar út af netinu, kanski mest vegna þess að hún hafði ekki verið uppfærð síðan í árslok 2005!
Núna þegar það fer að koma að því að okkur fjölgar um 1 í litlu fjölskyldunni okkar er líka kominn tími til að spá í hvernig auðveldast verður að sýna, segja frá og monta sig af dýrgripunum og ég vona að ég geti gert það reglulega hér. Svo erum við líka (stundum) á Skypeinu.
Vinir og fjölskylda | 13.4.2008 | 19:16 (breytt kl. 19:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 16.9.2007 | 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fórum við í dálitla veiðiferð til Lillsjön. Það beit nú ekkert á hjá okkur annað en vatnagróður en við skemmtum okkur ágætlega samt. Þegar við vorum búin að fá okkur fullsödd af því að reyna að ná fiski hjóluðum við í kringum vatnið á leiðinni heim. Eftir hádegið fórum við svo í sund, ekki í vatninu sem við vorum að veiða í heldur í sundhöllinni. Haustið hefur hafið innreið sína svo það er orðið aðeins of kalt í vötnunum.
Vinir og fjölskylda | 9.9.2007 | 06:45 (breytt kl. 06:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er Klara búin að læra að hjóla. Hún gerir allt sjálf, fer af stað, hjólar og stoppar alveg hjálparlaust. Hún er ekki lítið hreykin yfir þessu og hjólar hnarreist hring eftir hring kring um leikvöllinn fyrir utan húsið okkar. Hún æfir sig af kappi því henni hefur verið lofað stærra hjóli þegar hún er orðin nógu örugg á þessu. Elsa bíður þess með eftirvæntingu líka, því þá verður væntanlega hjálparadekkjunum smellt á litla hjólið aftur svo hún geti farið að hjóla á því. Elsa er lítið hrifin af því núorðið að trampa um á þríhjólinu þegar hún hefur séð hvað það er gaman hjá Klöru. Það þarf víst ekki að taka það fram að foreldrarnir eru ákaflega stoltir líka. Við áttum okkur ekki alveg á því hvað stelpurnar eru orðnar stórar, Klara er til dæmis komin með lausa tönn...
Vinir og fjölskylda | 19.8.2007 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun er sumarleyfið þeirra Klöru og Elsu á enda og þær fara aftur í leikskólann. Við ákváðum því að fara í dálitla lautarferð saman. Við tókum með okkur nesti og fórum á leikvöll saman. Það er nokkuð sem hefur virkað í allt sumar hjá stelpunum hvar sem við höfum lagt leið okkar. Við skemmtum okkur öll ágætlega, lékum okkur lengi, borðuðum kanilsnúða og tíndum blóm.
Kveðja frá öllum!
Vinir og fjölskylda | 13.8.2007 | 09:23 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum gerist það að maður kemst í að vinna heilbrigða útivinnu. Um helgina vorum við í Bydalen þar sem foreldrar Jóhönnu eiga bústað. Og ég komst í að slá með orfi og ljá. Þetta er árlegur viðburður, að lóðin í kring um bústaðinn sé slegin, og núna var loksins komið að því! Ekki nóg með það, heldur fékk ég líka að bera möl í stuttan stíg að húsinu, haldiði að það sé munur frá því að sitja fyrir framan tölvuna alla daga að komast í svona lagað? Nú sit ég hér, ánægður með sjálfan mig, með sigg í lófa og harðsperrur út um allt. Frábært!
Bloggar | 5.8.2007 | 19:37 (breytt kl. 19:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar